Lundarskóli - frístund aðstaða

Málsnúmer 2013060212

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 20. fundur - 16.12.2013

Erindi dags. 9. desember 2013 frá skólastjóra Lundarskóla. Þar er lögð fram tillaga frá skólanum um framtíðarlausn á aðstöðu vegna frístundar við skólann. Þá er samhliða óskað eftir ýmsum lagfæringum innanhúss til að nýta húsnæðið sem best til kennslu.

Skólanefnd samþykkir að óska eftir því við Fasteignir Akureyrarbæjar að gera kostnaðarmat á fyrirliggjandi tillögum.

Skólanefnd - 3. fundur - 03.02.2014

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 9. desember 2013 frá skólastjóra Lundarskóla. Þar er lögð fram tillaga frá skólanum um framtíðarlausn á aðstöðu vegna frístundar við skólann. Þá er samhliða óskað eftir ýmsum lagfæringum innanhúss til að nýta húsnæðið sem best til kennslu. Skólanefnd óskaði eftir því við Fasteignir Akureyrarbæjar, á fundi sínum 16. desember 2013, að tillögurnar yrðu kostnaðarmetnar. Fyrir fundinum lá umbeðið kostnaðarmat.

Skólanefnd samþykkir að óska eftir því við Fasteignir Akureyrarbæjar að fara í þær breytingar á húsnæði Lundarskóla sem taldar eru upp í meðfylgjandi skjali sem tengjast tilfærslu á aðstöðu frístundar. Þá vill skólanefnd þakka stjórnendum og starfsfólki Lundarskóla fyrir lausnamiðaða vinnu.