Samtaka - úrræði vegna tölvuvanda

Málsnúmer 2013040231

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 125. fundur - 30.04.2013

María H. Marinósdóttir D-lista vék af fundi kl. 18.25.
Erindi dags. 15. apríl 2013 frá Vilborgu Þórarinsdóttur f.h. Samtaka, svæðisráðs foreldra nemenda í grunnskólum Akureyrar, þar sem óskað er eftir því að samfélags- og mannréttindaráð skoði hvort hægt er að stofna og bjóða foreldrum og ungmennum upp á víðtækari úrræði vegna tölvuvanda en nú eru í boði.

Samfélags- og mannréttindaráð vísar erindinu til umræðu í tengslum við gerð langtímaáætlunar fyrir þá málaflokka sem heyra undir ráðið.