Umsjónarfélag einhverfra - styrkbeiðni 2013

Málsnúmer 2013040177

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 125. fundur - 30.04.2013

Umsókn dags. 16. apríl 2013 frá Sigrúnu Birgisdóttur f.h. Umsjónarfélags einhverfra þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 300.000 til klúbbastarfs á Akureyri fyrir unglinga og fullorðna með fötlun á einhverfurófi.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000 auk fundaraðstöðu í Rósenborg.