Borgarbraut frá Merkigili að Bröttusíðu - nýframkvæmd 2013

Málsnúmer 2013030123

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 266. fundur - 24.04.2013

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir því með bréfi dags. 10. apríl 2013 að Akureyrarbær gefi umsögn um hvort fyrirhugaðar framkvæmdir við Borgarbraut skuli háðar mati á umhverfisáhrifum skv. 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 11. gr. reglugerðar nr. 106/2000 m.s.b. um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í framangreindum lögum.

Framkvæmdaráð telur að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Framkvæmdaráð - 268. fundur - 17.05.2013

Fimmtudaginn 16. maí 2013 kl. 13:00 voru opnuð tilboð vegna verksins Borgarbraut - gatnagerð og lagnir 2013.
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa verið yfirfarin:

G.Hjálmarsson hf - kr. 29.200.000 - 96,6%
G.V. Gröfur ehf - kr. 25.522.200 - 84,4%
Ísrefur ehf - kr. 43.803.500 - 144,9%
Kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 30.230.500.

Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda G.V.Gröfur ehf.