Heimsóknir grunnskóla á Akureyri í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2013020196

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 126. fundur - 21.02.2013

Fyrirspurn frá Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Hlíðarfjalls um það hver skuli bera kostnað af heimsóknum grunnskóla á Akureyrar í Hlíðarfjall.
Guðmundur Karl mætti á fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð samþykkir að bjóða grunnskólum á Akureyri á skíði í Hlíðarfjalli veturinn 2013 í nánara samstarfi við forstöðumann Hlíðarfjalls.

Íþróttaráð samþykkir að stofna vinnuhóp skipaðan af Tryggva Þór Gunnarssyni formanni íþróttaráðs, Árna Óðinssyni og aðila frá skólanefnd.

Íþróttaráð óskar eftir tilnefningu skólanefndar á aðila í vinnuhópinn. Forstöðumaður íþróttamála og fræðslustjóri skulu vinna með vinnuhópnum. Vinnuhópurinn skal skila af sér eigi síðar en 1. maí 2013 tillögum að því hvernig kostnaður við heimsóknir grunnskóla á Akureyri í Hlíðarfjall skiptist niður milli hluteigandi aðila.

Íþróttaráð þakkar Guðmundi Karli fyrir komuna á fundinn.  

Skólanefnd - 5. fundur - 04.03.2013

Í bókun íþróttaráðs þann 21. febrúar 2013 er samþykkt að bjóða grunnskólum á Akureyri á skíði í Hlíðarfjalli veturinn 2013. Íþróttaráð samþykkir jafnframt að skipaður skuli vinnuhópur sem hefur það hlutverk að ákveða kostnaðarskiptingu milli aðila vegna útivistardaga grunnskólanna í Hlíðarfjalli. Skal hópurinn skila af sér tillögu fyrir 1. maí 2013. Lagt er til að skólanefnd skipi einn fulltrúa í vinnuhópinn. Forstöðumaður íþróttamála og fræðslustjóri skulu vinna með vinnuhópnum.

Skólanefnd fagnar því að íþróttaráð bjóði grunnskólabörnum Akureyrarkaupstaðar á skíði í Hlíðarfjalli veturinn 2013. Skólanefnd skipar Önnu Sjöfn Jónasdóttur L-lista sem fulltrúa nefndarinnar í vinnuhópnum.

Íþróttaráð - 138. fundur - 19.09.2013

Lögð fram til kynningar ályktun vinnuhóps varðandi kostnað við heimsóknir grunnskóla á Akureyri í Hlíðarfjall.