Hafnarstræti 87-89 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013010246

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 430. fundur - 29.01.2013

Erindi dagsett 23. janúar 2013 þar sem Hallgrímur Friðgeirsson f.h. Regins ehf., kt. 630109-1080, sækir um byggingarleyfi fyrir innan- og utanhússbreytingum á húsi nr. 87-89 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Helgu Lund.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 432. fundur - 13.02.2013

Erindi dagsett 23. janúar 2013 þar sem Hallgrímur Friðgeirsson f.h. Regins ehf., kt. 630109-1080, sækir um byggingarleyfi fyrir innan- og utanhússbreytingum á Hafnarstræti 87-89. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Helgu Lund.
Innkomnar teikningar 8. febrúar 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Gefinn er frestur til 1. desember 2013 til að skila inn brunahönnun fyrir húsið í heild og frestur til 1. júní 2013 til að skila inn skráningartöflu fyrir húsið í heild.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 435. fundur - 06.03.2013

Erindi dagsett 27. febrúar 2013 þar sem Hallgrímur Friðgeirsson f.h. Regins ehf., kt. 630109-1080, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir Hafnarstræti 87-89. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Friðrik Ólafsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 443. fundur - 15.05.2013

Innkomnar teikningar 15. maí 2013 þar sem Hallgrímur Friðgeirsson f.h. Regins ehf., kt. 630109-1080, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af 1. hæð í Hafnarstræti 87-89.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 461. fundur - 18.09.2013

Innkomnar teikningar 12. september 2013 eftir Friðrik Ólafsson þar sem hann f.h. Regins ehf., kt. 630109-1080, óskar eftir breytingum á áður samþykktum teikningum fyrir Hafnarstræti 87-89.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.