Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

461. fundur 18. september 2013 kl. 13:00 - 13:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Hafnarstræti 87-89 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013010246Vakta málsnúmer

Innkomnar teikningar 12. september 2013 eftir Friðrik Ólafsson þar sem hann f.h. Regins ehf., kt. 630109-1080, óskar eftir breytingum á áður samþykktum teikningum fyrir Hafnarstræti 87-89.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

2.Skólastígur 9 - byggingarleyfi fyrir nýrri svalahurð

Málsnúmer 2013090152Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. september 2013 þar sem Stefán Þór Ingvarsson sækir um byggingarleyfi fyrir nýrri svalahurð á húsi nr. 9 við Skólastíg. Meðfylgjandi er teikning eftir Þröst Sigurðsson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Þórunnarstræti 123 - umsókn um stækkun á bílaplani

Málsnúmer 2013090174Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. september 2013 þar sem Edda Lára Guðgeirsdóttir, Gunnar R. Guðnason og Sigrún Lára Björnsdóttir sækja um stækkun á bílaplani við Þórunnarstræti 123. Meðfylgjandi eru teikningar.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

4.Þrastarlundur 3-5 - umsókn um byggingarleyfi og breytingar

Málsnúmer 2011030150Vakta málsnúmer

Innkomnar teikningar 23. apríl 2013 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, og Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, kt. 510211-0140, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsinu nr. 3-5 við Þrastarlund.
Innkomnar teikningar 16. september 2013.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

5.Hólabraut 16 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2013080246Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. ágúst 2013 þar sem Jónas V. Karlesson f.h. Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, kt. 410169-4369, sækir um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Hólabraut 16. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Karl-Erik Rocksén.
Innkomnar teikningar 16. september 2013.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Miðhúsabraut/Súluvegur - umsókn um byggingarleyfi fyrir þjöppunarstöð

Málsnúmer 2013060234Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2013 þar sem Ágúst Torfi Hauksson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir þjöppunarstöð fyrir metan við Miðhúsabraut/Súluveg innan lóðar HGH verks ehf. Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa.
Innkomnar teikningar 2. og 18. september 2013 eftir Svein Valdimarsson.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

7.Land nr. 150053, Súluvegur, byggingarleyfi fyrir hreinsistöð

Málsnúmer 2013060233Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2013 þar sem Ágúst Torfi Hauksson f.h Norðurorku hf, kt. 550978-0169 sækir um byggingarleyfi v/ metanvinnslu við Súluveg. Meðfylgjandi eru teikningar. Innkomnar teikningar 30. ágúst 2013 eftir Svein Valdimarsson. Innkomin umsögn vinnueftirlits.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:30.