Menningarfélagið Hof ses - aðalfundur 2012

Málsnúmer 2012090236

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3334. fundur - 04.10.2012

Erindi dags. 20. september 2012 frá stjórn Menningarfélagsins Hofs þar sem boðað er til aðalfundar þann 11. október nk. kl. 11:30 í Hömrum í Hofi.

Bæjarráð felur Þórgný Dýrfjörð framkvæmdastjóra Akureyrarstofu og bæjarfulltrúunum Höllu Björk Reynisdóttur L-lista og Loga Má Einarssyni S-lista að vera fulltrúar Akureyrarbæjar á fundinum. Öllum bæjarfulltrúum er heimilt að sitja fundinn.

Stjórn Akureyrarstofu - 130. fundur - 04.10.2012

Akureyrarbær skipar fulltrúa í stjórn Menningarfélagsins Hofs ses til tveggja ára. Ganga þarf frá skipun þeirra fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður þann 11. október 2012 kl. 11:30.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Hildi Eir Bolladóttur sem aðalfulltrúa í stjórnina og Höllu Björk Reynisdóttur til vara.