Kosning forseta og skrifara til eins árs 2012-2013

Málsnúmer 2012050216

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3322. fundur - 05.06.2012

1. Kosning forseta bæjarstjórnar.
2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
3. Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.

1. Kosning forseta bæjarstjórnar.

Við kosningu forseta hlaut bæjarfulltrúi Geir Kristinn Aðalsteinsson 8 atkvæði, 3 seðlar voru auðir.
Geir Kristinn Aðalsteinsson er því réttkjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.

2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
Við kosningu 1. varaforseta bæjarstjórnar hlaut bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson 6 atkvæði og bæjarfulltrúi Tryggvi Þór Gunnarsson 1 atkvæði, 4 seðlar voru auðir.
Lýsti forseti Odd Helga Halldórsson réttkjörinn sem 1. varaforseta.

Við kosningu 2. varaforseta bæjarstjórnar hlaut bæjarfulltrúi Andrea Sigrún Hjálmsdóttir 7 atkvæði, 4 seðlar voru auðir.
Lýsti forseti Andreu Sigrúnu Hjálmsdóttur réttkjörna sem 2. varaforseta.

3. Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.
Fram kom tillaga með nöfnum þessara aðalmanna:
Hlín Bolladóttir
Guðmundur Baldvin Guðmundsson

og varamanna:
Inda Björk Gunnarsdóttir
Sigurður Guðmundsson

Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.