Akureyrarkirkja - móttaka ferðamanna

Málsnúmer 2012040012

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 123. fundur - 10.05.2012

Erindi dags. 28. mars 2012 frá Svavari Alfreð Jónssyni sóknarpresti í Akureyrarkirkju og Rafni Sveinssyni formanni sóknarnefndar Akureyrarkirkju þar sem fram kemur að síðustu ár hafi Akureyrarkirkja lengt opnunartíma kirkjunnar til kl. 20:00 á kvöldin, haft opið um helgar og ráðið ferðamannaprest í hlutastarf á sumrin. Leitað hefur verið eftir stuðningi nokkurra aðila við þessa þjónustu og þar á meðal stjórnar Akureyrarstofu.

Meirihluti stjórnar Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til að kirkjan geti verið opinn ferðamönnum lengur en ella hefði verið í sumar. 

Hildur Friðriksdóttir V-lista og Jóhann Jónsson S-lista óska bókað:

Þar sem við teljum óeðlilegt að Akureyrarbær leggi til fjármagn til að standa straum af kostnaði við prestþjónustu greiðum við atkvæði gegn þessari styrkveitingu.

Stjórn Akureyrarstofu - 141. fundur - 02.05.2013

Erindi dags. 23. mars 2013 frá Svavari Alfreð Jónssyni, sóknarpresti í Akureyrarkirkju og Rafni Sveinssyni, formanni sóknarnefndar Akureyrarkirkju þar sem fram kemur að síðustu ár hafi Akureyrarkirkja lengt opnunartíma kirkjunnar til kl. 20:00 á kvöldin, haft opið um helgar og ráðið ferðamannaprest í hlutastarf á sumrin. Leitað er eftir fjárhagslegum stuðningi við þessa þjónustu.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50.000.

Guðrún Þórsdóttir fulltrúi V-lista í stjórn Akureyrarstofu óskar bókað:

Ég mótmæli því að Akureyrarstofa borgi laun presta. Ég tel að það geti verið fordæmisgefandi fyrir önnur trúfélög. Það er ekki hlutverk bæjarins að greiða laun fyrir presta og prófasta.