Tónlistarvinnuskóli 2012 - fjármögnun

Málsnúmer 2012030204

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 8. fundur - 11.04.2012

Erindi dags. 16. mars 2012 frá Láru Sóleyju Jóhannsdóttur f.h. Menningarfélagsins Hofs ses varðandi fjármögnun Tónlistarvinnuskólans 2012.

Skólanefnd fagnar því að fjölbreytni verkefna sem vinnuskólinn kemur að sé að vaxa og telur skólanefnd brýnt að verkefni sem þetta sé skoðað í víðara samhengi t.d. í tengslum við íþróttir og sjónlistir.

Skólanefnd vísar erindinu til bæjarráðs.

Framkvæmdaráð - 251. fundur - 27.04.2012

Erindi dags. 16. mars 2012 frá Láru Sóleyju Jóhannsdóttur f.h. Menningarfélagsins Hofs varðandi fjármögnun Tónlistarvinnuskólans fyrir árið 2012.

Framkvæmdaráð felur starfsmönnum að leita leiða til að styðja við verkefnið eins og síðastliðið ár.