Framkvæmdaráð

251. fundur 27. apríl 2012 kl. 09:30 - 10:32 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Hjörleifur H. Herbertsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðný Hrund Karlsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson fundarritari
Dagskrá

1.Grassláttur - uppgjör 2011

Málsnúmer 2012020238Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá framkvæmdaráðs 16. mars 2012.
Nýtt minnisblað kynnt.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur gerði grein fyrir kostnaði við grasslátt árið 2011 og tekjur og kostnað Framkvæmdamiðstöðvar vegna þessa.

Framkvæmdaráð þakkar Helga Má fyrir útskýringarnar.

2.Skátafélagið Klakkur - samningur um rekstur tjaldsvæða

Málsnúmer 2007100076Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir núgildandi samningur sem gerður var á árinu 2008, en í samningnum eru ákvæði um framlengingu til tveggja ára í senn, verði honum ekki sagt upp með minnst átta mánaða fyrirvara.

Framkvæmdaráð samþykkir að segja ekki upp samningnum.

3.SVA - kaup á bifreið

Málsnúmer 2012030135Vakta málsnúmer

Kynntir möguleikar á kaupum á sérútbúinni bifreið fyrir ferliþjónustu Akureyrar.

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur gerði grein fyrir kostnaði við sérútbúna bifreið fyrir ferliþjónustu Akureyrar.

Famkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu og felur Helga Má að ganga frá kaupunum.

4.Tónlistarvinnuskóli 2012 - fjármögnun

Málsnúmer 2012030204Vakta málsnúmer

Erindi dags. 16. mars 2012 frá Láru Sóleyju Jóhannsdóttur f.h. Menningarfélagsins Hofs varðandi fjármögnun Tónlistarvinnuskólans fyrir árið 2012.

Framkvæmdaráð felur starfsmönnum að leita leiða til að styðja við verkefnið eins og síðastliðið ár.

5.Umgengni og umhirða í Akureyrarkaupstað

Málsnúmer 2012020142Vakta málsnúmer

8. liður í bæjarstjórn dags. 21. febrúar 2012:
Rætt um umgengni og umhirðu í Akureyrarkaupstað.
Sigurður Guðmundsson A-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
Bæjarstjórn samþykkir að fela framkvæmdaráði að vinna áfram að hugmyndum um átak í bættri umgengni og umhirðu í sveitarfélaginu.
Leita skal samráðs við skipulagsdeild, hverfisnefndir auk samtaka atvinnurekenda á Akureyri, í þeirri viðleitni að virkja samfélagið í heild sinni til betri vitundar um umgengni og umhirðu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

Framkvæmdaráð felur Helga Má Pálssyni bæjartæknifræðingi og formanni framkvæmdaráðs að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 10:32.