Nemendaspá 2013-2018

Málsnúmer 2012030022

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 5. fundur - 05.03.2012

Fyrir fundinn voru lögð til kynningar drög að nemendaspá 2013-2018 fyrir leikskóla.

Skólanefnd - 6. fundur - 19.03.2012

Fyrir fundinn voru lögð til kynningar og umræðu, drög að nemendaspá 2013-2018 fyrir leikskóla.

Skólanefnd - 10. fundur - 21.05.2012

Fyrir fundinn er lögð nemendaspá leikskóla til ársins 2018. Forsendur eru þær að meðaltalsfjöldi barna í árgangi verði a.m.k. 270 að jafnaði næstu ár og er þá tekið mið af reynslu undanfarinna ára. Miðað við þessa spá er lagt til að leikskólinn Sunnuból verði rekinn til ársins 2017 eða þar til nýr leikskóli rís í Naustahverfi, en þá verði starfsemi Sunnubóls flutt þangað. Þessi tillaga kemur til þar sem fyrir liggur að leigusamningur vegna þess húsnæðis sem Sunnuból er í er gildur til ársins 2017.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

Skólanefnd - 3. fundur - 02.02.2015

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi á skóladeild fóru yfir spá um þróun nemendafjölda í leik- og grunnskólum Akureyrar á næstu 10 árum.