Heimahjúkrun, viðbótarsamningur SÍ og Akureyrarkaupstaðar 2012

Málsnúmer 2012030007

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1140. fundur - 07.03.2012

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti samningsdrög frá Sjúkratryggingum Íslands vegna viðbótarþjónustu heimahjúkunar fyrir sjúkratryggða einstaklinga sem voru í þjónustu Umönnunar ehf.

Félagsmálaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3312. fundur - 15.03.2012

4. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 7. mars 2012:
Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti samningsdrög frá Sjúkratryggingum Íslands vegna viðbótarþjónustu heimahjúkunar fyrir sjúkratryggða einstaklinga sem voru í þjónustu Umönnunar ehf.
Félagsmálaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi bæjarráðs við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

Félagsmálaráð - 1161. fundur - 13.03.2013

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti framlengingu á samningi Sjúkratrygginga Íslands um heimahjúkrun sem gerður var 2012. Um er að ræða þjónustu fyrir sjúkratryggða einstaklinga og framlengist samningurinn um eitt ár.

Félagsmálaráð samþykkir framlengingu samnings til eins árs.