Hafnarstræti 18b - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2011110082

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 128. fundur - 30.11.2011

Erindi dags. 4. nóvember 2011 frá Örnu Bryndísi Baldvinsdóttur þar sem hún f.h. eigenda lóðarinnar Hafnarstrætis 18b gerir þá kröfu að Aðalskipulagi Akureyrar verði breytt þannig að eignarlóðin verði öll innan skilgreinds íbúðasvæðis en ekki að hluta inni á óbyggðu svæði sem ætlað sé fyrir tvöföldun Drottningarbrautar.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Vegagerðarinnar um breytingu á eignarlóðinni við Hafnarstræti 18b þar sem hluti eignarlóðarinnar er innan veghelgunarsvæðis Drottningarbrautar sem er stofnbraut (stofnvegur) og fellur því undir vegalög nr. 80/2007.

Skipulagsnefnd - 131. fundur - 25.01.2012

Erindi dagsett 4. nóvember 2011 frá Örnu Bryndísi Baldvinsdóttur þar sem hún f.h. eigenda lóðarinnar Hafnarstrætis 18b gerir þá kröfu að Aðalskipulagi Akureyrar verði breytt þannig að eignarlóðin verði öll innan skilgreinds íbúðasvæðis en ekki að hluta inni á óbyggðu svæði sem ætlað er fyrir tvöföldun Drottningarbrautar.
Innkomin umsögn Vegagerðarinnar dagsett 10. janúar 2012 þar sem tekið er neikvætt í erindið og þess óskað að skipulagsnefnd takmarki ekki möguleika Vegagerðarinnar á breikkun þjóðvegarins.

Skipulagsnefnd getur ekki orðið við umbeðinni breytingu á aðalskipulagi þar sem umsögn Vegagerðarinnar gagnvart breytingunni er neikvæð. Gera þarf ráð fyrir þeim möguleika að tvöfalda Drottningarbraut frá Kaupvangsstræti að Leiruvegi eins og gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi. Samkvæmt 32. gr. vegalaga nr. 80/2007 er óheimilt að staðsetja byggingar og önnur mannvirki innan 30 m frá miðlínu stofnvega nema með heimild Vegagerðarinnar.