Hringrás hf - ósk um umsögn um tillögu að starfsleyfi fyrir móttökustöð

Málsnúmer 2011110006

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 67. fundur - 08.11.2011

Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun dags 28. október 2011.

Umhverfisnefnd frestar því að gefa umsögn um starfsleyfið.

Skipulagsnefnd - 126. fundur - 09.11.2011

Erindi dags. 28. október 2011 frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að útvíkkuðu starfsleyfi fyrir móttökustöð Hringrásar hf. fyrir spilliefni og annan úrgang að Ægisnesi 1, Akureyri. Óskað er eftir að umsögnin berist fyrir 18. nóvember 2011.
Í starfsleyfisumsókninni er sótt um útvíkkun á starfseminni vegna móttöku á almennum úrgangi til flokkunar og förgunar. Samkvæmt gildandi starfsleyfi hefur fyrirtækið leyfi til þess að taka við allt að 3900 tonnum af úrgangi á ári til meðhöndlunar. Nú sækir fyrirtækið um að útvíkka starfsleyfið þannig að því verði heimilt að taka við allt að 20.000 tonnum af úrgangi til meðhöndlunar í viðbót við þann úrgang sem fyrirtækið hefur heimild til að taka við nú.

Skipulagsnefnd getur ekki fallist á útvíkkað starfsleyfi þar sem skilyrði er fram koma í núverandi byggingar- og starfsleyfi hafa ekki verið uppfyllt sbr. samþykkta aðaluppdrætti.

Umhverfisnefnd - 69. fundur - 10.01.2012

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 28. október 2011 frá Umhverfisstofnun sem óskar eftir umsögn um tillögu fyrir útvíkkað starfsleyfi Hringrásar fyrir móttökustöð. Umhverfisnefnd frestaði afgreiðslu erindsins 8. nóvember sl.

Umhverfisnefnd mun ekki gefa umsögn fyrir útvíkkuðu starfsleyfi til Hringrásar þar sem hún telur innsend gögn ekki fullnægjandi og tekur auk þess undir bókun skipulagsnefndar frá 9. nóvember 2011.

Skipulagsnefnd - 160. fundur - 26.06.2013

Umhverfisstofnun auglýsir á ný tillögu að útvíkkuðu starfsleyfi fyrir móttökustöð Hringrásar hf. fyrir spilliefni og annan úrgang að Ægisnesi 1, Akureyri. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 8. júlí 2013.
Í starfsleyfisumsókninni er sótt um útvíkkun á starfseminni vegna móttöku á almennum úrgangi til flokkunar og förgunar. Samkvæmt gildandi starfsleyfi hefur fyrirtækið leyfi til þess að taka við allt að 3.900 tonnum af úrgangi á ári til meðhöndlunar. Nú sækir fyrirtækið um að útvíkka starfsleyfið þannig að því verði heimilt að taka við allt að 20.000 tonnum af úrgangi til meðhöndlunar í viðbót við þann úrgang sem fyrirtækið hefur heimild til að taka við nú.

Athugasemdir við auglýsta tillögu:

Skipulagsnefnd gerir athugasemd við að starfsleyfið verði útvíkkað þar sem skilyrði er fram koma í núverandi byggingar- og starfsleyfi hafa ekki verið uppfyllt sbr. samþykkta aðaluppdrætti.

Einnig er gerð athugasemd við að heimilt verði að taka við allt að 20.000 tonnum af úrgangi (þar af 16.000 tonn af almennu sorpi) til meðhöndlunar til viðbótar við þann úrgang sem fyrirtækið hefur þegar heimild til að taka við án þess að gerð sé krafa um að þær byggingar, sem hýsa eigi hluta úrgangsins, séu fyrir hendi.