Grunnskólinn í Hrísey - beiðni um sparkvöll

Málsnúmer 2011110003

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 100. fundur - 03.11.2011

Erindi dags. 27. september 2011 frá 8., 9. og 10. bekk Grunnskólans í Hrísey þar sem óskað er eftir sparkvelli við skólann.

Íþróttaráð þakkar unglingadeildum grunnskólans í Hrísey fyrir innsent erindi og vísar því til frekari umfjöllunar í stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar.

Íþróttaráð - 124. fundur - 17.01.2013

Erindi móttekið 28. sepember 2012 frá nemendum og aðstandendum Hríseyjarskóla þar sem íþróttaráð er hvatt til að setja upp sparkvöll við skólann.

Íþróttaráð þakkar fyrir erindið og vísar því áfram til skólanefndar Akureyrarbæjar.

Skólanefnd - 2. fundur - 21.01.2013

Vísað er í 4. lið fundargerðar íþróttaráðs dags. 17. janúar 2013 en þar segir:
Erindi móttekið 28. september 2012 frá nemendum og aðstandendum Hríseyjarskóla þar sem íþróttaráð er hvatt til að setja upp sparkvöll við skólann.
Íþróttaráð þakkar fyrir erindið og vísar því áfram til skólanefndar Akureyrarbæjar.

Skólanefnd þakkar Hríseyingum fyrir erindið.

Ekki er gert ráð fyrir byggingu sparkvallar í Hrísey á fjárhagsáætlun fyrir árið 2013. Málinu er vísað til 10 ára áætlanagerðar Akureyrarkaupstaðar.

Kristín Sigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista gerði athugasemdir við hversu seint bréfið frá Hríseyingum barst skólanefnd.