Framkvæmdaráð

242. fundur 04. nóvember 2011 kl. 08:15 - 10:25 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2012 - framkvæmdaráð

Málsnúmer 2011080104Vakta málsnúmer

Unnið var að gerð fjárhagsáætlunar.

Framkvæmdaráð samþykkir fjárhagsáætlun A og B fyrirtækja og framkvæmdaáætlun fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.

Oddur Helgi Halldórsson vék af fundi kl. 09:03 og Sigríður María Hammer varaformaður tók við stjórn fundarins.

2.Slökkvilið Akureyrar tillögur að nýju skipuriti

Málsnúmer 2011100109Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri gerðu grein fyrir nýjum tillögum um breytingar á skipuriti fyrir Slökkvilið Akureyrar.

Lagt fram til kynningar en afgreiðslu frestað.

3.Samþykkt um búfjárhald - endurskoðun

Málsnúmer 2010080055Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála lagði fram drög að nýrri samþykkt um búfjárhald.

Framkvæmdaráð samþykkir nýja samþykkt um búfjárhald.

Fundi slitið - kl. 10:25.