Oddeyrartangi 149144 - umsókn um breytingu á notkun

Málsnúmer 2011090064

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 122. fundur - 28.09.2011

Erindi dagsett 10. ágúst 2011 frá Birgi Kristjánssyni f.h. Íslenska Gámafélagsins ehf. þar sem óskað er eftir leyfi til móttöku og umhleðslu á almennu heimilissorpi til flutnings á förgunarstað í húsnæðinu að Oddeyrartanga, húsi nr. 6.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gaf út starfsleyfi fyrir m.a. móttöku á flokkuðum endurvinnanlegum úrgangi þ. 11. nóvember 2010.
Fyrir liggur neikvæð umsögn stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands bs. dagsett 12. september 2011 fyrir starfseminni þar sem m.a. er bent á að starfsemin brjóti í bága við skilmála deiliskipulags hafnarsvæðisins.
Í gildandi deiliskipulagi er umrætt svæði skilgreint undir matvælaiðnað (M) þar sem m.a. er gert ráð fyrir sláturhúsi, kjötiðnaðarstöð og stórum fiskvinnslufyrirtækjum.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem starfsemin fellur ekki að gildandi deiliskipulagi svæðisins. Ennfremur er óskað eftir því við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra að útgefið starfsleyfi Íslenska Gámafélagsins ehf., dagsett 11. nóvember 2010 fyrir verði fellt úr gildi af sömu ástæðu.

Skipulagsnefnd - 131. fundur - 25.01.2012

Innkominn úrskurður dagsettur 10. janúar 2012 frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála vegna kæru Íslenska Gámafélagsins ehf. á afgreiðslu skipulagsnefndar Akureyrarbæjar frá 28. september 2011 á erindi varðandi rýmkun á starfsleyfi fyrir sorphirðu, sorpflutningi, gámaleigu og gámaþjónustu í húsi 6 á lóðinni við Oddeyrartanga lnr. 149144.
Í málinu var kveðinn upp svofelldur úrskurður:
"Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni."
Sjá nánar í meðfylgjandi úrskurði.

Lagt fram til kynningar.