Fjárhagsáætlun 2011 - færsla fjárveitinga á milli ára

Málsnúmer 2011090042

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1129. fundur - 14.09.2011

Bæjarráð heimilaði færslu fjárveitinga á milli ára í félagsþjónustu. Um er að ræða 12 milljónir króna sem koma í hlut fjölskyldudeildar og búsetudeildar.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar sátu fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð fagnar þessari ákvörðun og lítur svo á að um viðurkenningu sé að ræða fyrir góðan rekstur.

Félagsmálaráð samþykkir að upphæðinni verði skipt jafnt á milli deildanna þannig að hvor deild hafi 6 milljónir króna til ráðstöfunar.

Félagsmálaráð - 1134. fundur - 10.11.2011

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu ráðstöfun fjárveitinga sem bæjarráð heimilaði færslu á milli ára í félagsþjónustu. Um er að ræða 12 milljónir króna sem koma í hlut fjölskyldu- og búsetudeildar.

Félagsmálaráð samþykkir tillögurnar sem lúta að þróun starfsemi, endurnýjun búnaðar og eflingu starfsmanna.