Brálundur - framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2011090023

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 121. fundur - 14.09.2011

Erindi dagsett 6. september 2011 þar sem Helgi Már Pálsson f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi til að malbika og tengja Brálund við Miðhúsabraut samkvæmt gildandi aðal- og deiliskipulagi. Meðfylgjandi eru útboðsgögn, útboð og verklýsing.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi gögn og telur að framkvæmdin sé í samræmi við staðfest aðal- og deiliskipulagsgögn. Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.-g  "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Skipulagsnefnd - 122. fundur - 28.09.2011

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur borist meðfylgjandi kæra og fylgigagn vegna framkvæmdaleyfis fyrir malbikun og tengingu Brálundar við Miðhúsabraut á Akureyri. Í kærunni er gerð krafa um bráðabirgðaúrskurð um stöðvun framkvæmda.
Vegna framkominnar stöðvunarkröfu er farið fram á að úrskurðarnefndin fái í hendur gögn er málið varða og bæjaryfirvöldum um leið gefinn kostur á að tjá sig um málið.
Bæjarlögmanni í samráði við skipulagsstjóra falið að senda ÚSB umbeðin gögn ásamt greinargerð.