Ferliþjónusta - reglur 2011

Málsnúmer 2011080015

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1127. fundur - 10.08.2011

Lögð fram drög að breytingum á reglum um ferliþjónustu til samræmis við breytingar á lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Frestur umsækjenda til að áfrýja ákvörðun félagsmálaráðs til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála lengist úr fjórum vikum í þrjá mánuði.
Félagsmálaráð samþykkir breytinguna og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.

Bæjarráð - 3282. fundur - 18.08.2011

10. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 10. ágúst 2011:
Lögð fram drög að breytingum á reglum um ferliþjónustu til samræmis við breytingar á lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Frestur umsækjenda til að áfrýja ákvörðun félagsmálaráðs til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála lengist úr fjórum vikum í þrjá mánuði.
Félagsmálaráð samþykkir breytinguna og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2011.

Bæjarráð samþykkir breytinguna.