Aðalstræti 24b - umsókn um breytingar og viðbyggingu

Málsnúmer 2011050030

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 114. fundur - 18.05.2011

Erindi dagestt 3. maí 2011 þar sem Magnús Guðlaugsson óskar eftir leyfi til að breyta og byggja við inngang íbúðar sinnar að Aðalstræti 24b. Nánari skýringar eru í meðfylgjandi bréfi og á ljósmynd.

Erindinu er vísað í vinnu deiliskipulags af Innbænum sem nú er í vinnslu. 

Skipulagsnefnd - 147. fundur - 14.11.2012

Erindi dagsett 3. maí 2011 þar sem Magnús Guðlaugsson óskar eftir leyfi til að breyta og byggja við inngang íbúðar sinnar að Aðalstræti 24b. Nánari skýringar eru í meðfylgjandi bréfi og á ljósmynd.

Í nýsamþykktu deiliskipulagi Fjörunnar og Innbæjarins var tekið tillit til erindisins og sýndur byggingarreitur sem fyrirhuguð viðbygging getur rúmast innan. Sækja þarf um byggingarleyfi í samræmi við skilmála deiliskipulagsins.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 465. fundur - 16.10.2013

Erindi dagsett 9. október 2013 þar sem Magnús Guðlaugsson óskar eftir heimild til að halda stiga að íbúð sinni sem hann er að endurnýja og byggja í sama formi og eldri stiga en hann uppfyllir ekki núgildandi byggingarreglugerð.

Staðgengill skipulagsstjóra hafnar erindinu.

Farið er fram á að sótt verði um téðar breytingar og viðeigandi hönnunargögnum skilað til skipulagsdeildar Akureyrarbæjar samkv. 10. gr. Mannvirkjalaga 160/2010. Frestur til að leggja fram umsókn og meðfylgjandi gögn er gefinn til 01.12.2013.