Búsetuþjónusta fyrir geðfatlaða - starfsemi 2011

Málsnúmer 2011040109

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1122. fundur - 27.04.2011

Ólafur Örn Torfason forstöðumaður búsetuþjónustu geðfatlaðra og Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild kynntu stöðuna í búsetuþjónustu geðfatlaðra. Fimm einstaklingar eru í mjög brýnni þörf fyrir sólarhringsþjónustu sem ekki er í boði í dag. Mat starfsmanna er að full þörf sé fyrir nýtt íbúðasambýli með sólarhringsvakt og góðri mönnun og að það þurfi að vinnast frekar hratt. Kanna má möguleikann á að nýta húsnæði sem bærinn á og færa til starfsemi til að mæta þessari þörf.
Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar sat fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð felur starfsmönnum búsetudeildar að vinna í frekari áætlunargerð fyrir næsta fund ráðsins.

Dagur Dagsson vék af fundi kl. 16:56 áður en umræðu þessa fundarliðar lauk.

Félagsmálaráð - 1123. fundur - 11.05.2011

Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri og Ólafur Örn Torfason forstöðumaður í búsetuþjónustu geðfatlaðra sátu fundinn undir þessum lið og kynntu hugmyndir að lausn á bráðum búsetuvanda geðfatlaðra, samanber umræður á síðasta fundi ráðsins.

Félagsmálaráð felur starfsmönnum að vinna áfram í málinu.

Félagsmálaráð - 1129. fundur - 14.09.2011

Ólafur Örn Torfason forstöðumaður og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lögðu fram kostnaðaráætlun vegna nýrrar sólarhringsþjónustu við geðfatlaða.
Málið var áður á dagskrá félagsmálaráðs 27. apríl sl.