Viðurkenningar skólanefndar 2011

Málsnúmer 2011040078

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 12. fundur - 18.04.2011

Fyrir fundinn voru lagðar upplýsingar um viðurkenningar skólanefndar 2011.

Skólanefnd tilnefnir formann skólanefndar í valnefnd 2011 og felur fræðslustjóra að kalla eftir tilnefningum frá Samtaka og Miðstöð skólaþróunar HA í valnefnd. Þá samþykkir skólanefnd að fela fræðslustjóra að auglýsa eftir tilnefningum til viðurkenninga.

Skólanefnd - 18. fundur - 08.06.2011

Fyrir fundinn var lögð tillaga valnefndar til viðurkenninga skólanefndar árið 2011. Fram kom að alls bárust 22 tilnefningar vegna verkefna eða starfsmanna og 22 tilnefningar vegna nemenda. Valnefnd tilnefnir 15 nemendur og 6 verkefni þetta árið. Einnig var tilkynnt um að viðurkenningar verða afhentar við hátíðlega athöfn föstudaginn 10. júní nk. kl. 17.00 í Ketilhúsinu.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.