Skólanefnd

18. fundur 08. júní 2011 kl. 14:00 - 15:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson varaformaður
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Logi Már Einarsson
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Viðurkenningar skólanefndar 2011

Málsnúmer 2011040078Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga valnefndar til viðurkenninga skólanefndar árið 2011. Fram kom að alls bárust 22 tilnefningar vegna verkefna eða starfsmanna og 22 tilnefningar vegna nemenda. Valnefnd tilnefnir 15 nemendur og 6 verkefni þetta árið. Einnig var tilkynnt um að viðurkenningar verða afhentar við hátíðlega athöfn föstudaginn 10. júní nk. kl. 17.00 í Ketilhúsinu.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

2.Sérkennsla í leikskólum 2011

Málsnúmer 2011060013Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lagt yfirlit yfir stöðu mála í sérkennslu í leikskólum Akureyrarbæjar. Þar kemur fram að sérkennslubörnum hefur fjölgað á síðustu árum en stöðugildum til sérkennslu hefur ekki fjölgað um margra ára skeið. Því er þörf fyrir fjölgun stöðugilda í sérkennslu um 2 á ársgrundvelli svo hægt sé að halda uppi sambærilegu þjónustustigi og undanfarin ár.

Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna fjölgun stöðugilda og óskar eftir viðbótarfjármagni að upphæð kr. 8.600.000 í endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.

3.Sérkennsla í grunnskólum 2011

Málsnúmer 2011060014Vakta málsnúmer

Á fundinum var farið yfir stöðuna varðandi sérkennslu í grunnskólunum. Miðað við þá stöðu er þörf fyrir 2,5 stöðugildi til viðbótar vegna barna með miklar sérþarfir, sem eru að flytja í bæinn.

Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna fjölgun stöðugilda frá 1. ágúst 2011 og er óskað eftir viðbótarfjármagni að upphæð kr. 5.800.000 við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.

4.Starfsáætlanir skóla 2011-2012

Málsnúmer 2011040147Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lögð skóladagatöl Tónlistarskólans, grunnskólanna og leikskólanna fyrir skólaárið 2011-2012.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi skóladagatöl skólanna.

5.Stjórnkerfi skóla Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2010040041Vakta málsnúmer

Farið var yfir fyrirliggjandi viðbrögð við tillögum skólanefndar vegna endurskoðunar á stjórnkerfi skóla á Akureyri.

Í ljósi athugasemda við skilafrest á greinargerðum og ábendingum við tillögur skólanefndar sem fram koma í skýrslu um endurkoðun á stjórnkerfi skólanna, samþykkir skólanefnd að lengja skilafrestinn til 1. september 2011.

6.Skólahreysti - styrkbeiðni 2011

Málsnúmer 2011050102Vakta málsnúmer

Erindi dags. í maí 2011 þar sem Andrés Guðmundsson og Lára Berglind Helgadóttir f.h. Skólahreystis óska eftir styrk að upphæð kr. 150.000 til að standa straum af kostnaði vegna verkefnisins.

Skólanefnd getur ekki orðið við erindinu, en bendir á að sá skóli sem vinnur sér þátttökurétt í úrslitakeppninni hefur ávallt fengið ferðastyrk.

Fundi slitið - kl. 15:45.