Spónsgerði 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2011040036

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 112. fundur - 13.04.2011

Erindi dagsett 5. apríl 2011 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Ragnars Ásmundssonar og Guðrúnar Þórsteinsdóttur óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við húsið nr. 2 við Spónsgerði. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Bjarna Reykjalín dagsettar 5. apríl 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 115. fundur - 01.06.2011

Erindi dagsett 20. maí 2011 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Ragnars Ásmundssonar og Guðrúnar Þórsteinsdóttur óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu. Erindið var sent í grenndarkynningu þann 14. apríl 2011 og lauk henni 12. maí 2011. Engin athugasemd barst.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 350. fundur - 01.06.2011

Erindi dagsett 5. apríl 2011 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Ragnars Ásmundssonar og Guðrúnar Þórsteinsdóttur óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús þeirra nr. 2 við Spónsgerði. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Bjarna Reykjalín dagsettar 5. apríl 2011. Innkomnar nýjar teikningar 1. júní 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 357. fundur - 27.07.2011

Erindi dagsett 21. júní 2011 þar sem Heiðar Rögnvaldsson sækir um að vera byggingarstjóri við viðbyggingu að Spónsgerði 2.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.