Mötuneyti leikskóla

Málsnúmer 2011040002

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 10. fundur - 04.04.2011

Á fundinum var farið yfir stöðuna í vinnu við hagræðingu í mötuneytum leikskólanna, sem ákveðin var við samþykkt fjárhagsáætlunar 2011.

Skólanefnd felur leikskólafulltrúa að vinna áfram að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum.

Skólanefnd - 21. fundur - 15.08.2011

Farið yfir stöðuna í vinnu við hagræðingu í rekstri mötuneyta eins og hún er núna og næstu skref rædd.

Skólanefnd - 22. fundur - 22.08.2011

Farið yfir stöðuna í vinnu við hagræðingu í rekstri mötuneyta skólanna með hliðsjón af bókun 13 bls. 55 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands.

Skólanefnd felur fræðslustjóra og leikskólafulltrúa að setja saman aðgerðaáætlun sem byggir á fyrirliggjandi vinnu annars vegar og með hliðsjón af fyrrnefndri bókun hins vegar.