Stjórn Akureyrarstofu - fundaráætlun og helstu áhersluatriði 2010

Málsnúmer 2011020096

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 77. fundur - 03.08.2010

Rætt um helstu áherslur í starfi stjórnar Akureyrarstofu á næstu mánuðum og jafnframt um fundartíma og fundaráætlun.

Stjórnin samþykkir að sú áherslubreyting verði í störfum hennar að atvinnumál verði sett í forgang og jafnframt að kallað verði eftir ýmsum upplýsingum um ýmis mál er varða störf stjórnarinnar.

Samþykkt að fundir stjórnarinnar verði almennt haldnir á fimmtudögum kl. 16:00.

Stjórn Akureyrarstofu - 92. fundur - 10.03.2011

1) Helena Karlsdóttir S-lista lagði fram þá hugmynd að Akureyrarstofa stæði fyrir kynningarfundi um málefni ESB í tengslum við aðildarviðræður.

2) Helena Karlsdóttir S-lista óskaði eftir því að menningarfulltrúi Eyþings yrði fenginn á fund stjórnar til að kynna starfsemi Menningarráðs Eyþings.

1) Stjórnin felur framkvæmdastjóra að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni.

2) Samþykkt að óska eftir því að fá kynningu á Menningarráði Eyþings.