Skólavogin - kynning

Málsnúmer 2011020093

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 5. fundur - 07.03.2011

Erindi dags. 14. febrúar 2011 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilraunaverkefnið Skólavogin er kynnt. Fram kemur að með Skólavoginni sé unnt að bera saman lykiltölur um skólamál á samræmdan hátt á milli skóla og sveitarfélaga. Til þess að Skólavogin geti vaxið og þjónað hlutverki sínu skortir öflugt tæki til að safna saman upplýsingum, vinna úr þeim og miðla á notendavænan hátt. Til þess að fá aðgang að slíku tæki þarf meira fjámagn inn í verkefnið og er með erindinu verið að kanna áhuga sveitarfélaga til að vera með og fá frekari kynningu á því á árinu 2011 svo hægt sé að taka ákvörðun um framhald verkefnisins. Óskað er eftir svörum frá sveitarfélögum fyrir 15. mars nk.

Skólanefnd lýsir yfir áhuga á því að fá frekari kynningu á verkefninu.

Skólanefnd - 16. fundur - 16.05.2011

Fyrir fundinn var lögð auglýsing um kynningarfund á Skólavoginni sem haldinn verður í Reykjavík mánudaginn 23. maí nk. Skólanefnd hefur samþykkt að skoða vandlega aðild sína að Skólavoginni og er þetta m.a. tilefni til slíkrar skoðunar.

Skólanefnd samþykkir að senda þrjá nefndarmenn á kynningarfundinn.

Skólanefnd - 22. fundur - 22.08.2011

Tölvupóstur dags. 19. ágúst 2011 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem boðið er til kynningar á Skólavoginni og mögulegu samstarfi við Norðmenn. Kynningin verður haldin mánudaginn 5. september nk. á Grand Hótel í Reykjavík.

Skólanefnd samþykkir að senda fulltrúa sína á kynninguna og vegna þess er áætluðum fundi skólanefndar sem vera átti 5. september frestað til 12. september.

Skólanefnd - 25. fundur - 12.09.2011

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 8. september 2011 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem tilkynnt er að svarfrestur sveitarfélaga um þátttöku í Skólavoginni er framlengdur til 15. desember 2011.

Skólanefnd - 27. fundur - 03.10.2011

Logi Már Einarsson S-lista yfirgaf fundinn kl. 16:15.

Tölvupóstur dags. 28. september 2011 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem fram kemur að nokkur sveitarfélög hafi sýnt verkefninu mikinn áhuga en eigi erfitt með að taka endanlega afstöðu um þátttöku án þess að vita hvaða sveitarfélög ætli að taka þátt í verkefninu og hve mörg.

Af því tilefni er því komið á framfæri að ákvörðun um þátttöku í Skólavoginni má færa í búning viljayfirlýsingar þar sem kemur fram að sveitarfélagið vilji gjarna taka þátt í verkefninu með ákveðnum fyrirvara. Einn fyrirvari gæti verið sá að sveitarfélagið muni taka þátt að því gefnu að a.m.k 60% sveitarfélaga taki þátt og kostnaður vegna verkefnis verði í samræmi við það.

Skólanefnd lýsir yfir vilja til að taka þátt í verkefninu.

Skólanefnd - 33. fundur - 21.11.2011

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 15. nóvember 2011 frá Valgerði Freyju Ágústsdóttur, þar sem fram kemur að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur samið við Skólapúlsinn ehf um samstarf vegna Skólavogarinnar. Þá kemur fram að hætt hefur verið við fyrirhugað samstarf við Norðmenn vegna Skólavogarinnar og skiptir miklu hér hve kostnaðurinn við samstarfið við Norðmenn hefði orðið mikill.

Skólanefnd - 6. fundur - 18.03.2013

Kynning á Skólavoginni sem hefur að geyma samanburð á viðhorfi nemenda, foreldra og kennara í grunnskólum, árangur nemenda og ýmsar rekstrarupplýsingar.
Málið lagt fram til kynningar.

 

Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista vék af fundi kl. 14:52.