Leiguíbúðir Akureyrarbæjar 2011

Málsnúmer 2011010146

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1119. fundur - 09.03.2011

Jóhann Ásmundsson V-lista og Karólína Gunnarsdóttir starfandi framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar mættu á fundinn.
Jón Heiðar Daðason, húsnæðisfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Jón Heiðar lagði fram til kynningar minnisblað dags. 20. janúar 2011 um stöðu biðlista eftir leiguhúsnæði hjá Akureyrarbæ 31. desember 2010.
Einnig var lagt fram til kynningar minnisblað dags. 7. mars 2011 frá Karólínu Gunnarsdóttur þar sem farið var yfir þörf fyrir sérstakar húsnæðislausnir út frá biðlistanum.
Jón Heiðar Daðason vék af fundi.

Félagsmálaráð felur framkvæmdastjórum fjölskyldudeildar og búsetudeildar í samvinnu við húsnæðisfulltrúa að greina betur þörfina fyrir sértæk úrræði í húsnæðismálum og vinna tillögur að úrbótum í framhaldinu. Þetta verði unnið samhliða starfsáætlun og þriggja ára áætlun.

Félagsmálaráð - 1123. fundur - 11.05.2011

Esther Magnúsdóttir verkefnisstjóri á fjölskyldudeild og Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Framhald umræðu í félagsmálaráði 9. mars sl. um félagslegt húsnæði.
Lagt var fram minnisblað um þörf fyrir sértæk úrræði í húsnæðismálum.

Félagsmálaráð felur starfsmönnum að vinna nánari áætlunargerð varðandi sértæk úrræði.

Félagsmálaráð - 1138. fundur - 25.01.2012

Lagt var fram til kynningar minnisblað dags. 2. janúar 2012 frá Jóni Heiðari Daðasyni húsnæðisfulltrúa um stöðu biðlista eftir leiguhúsnæði hjá Akureyrarbæ 31. desember 2011. Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið.