Öldrunarheimili Akureyrar - starfsemi 2011

Málsnúmer 2011010041

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1116. fundur - 12.01.2011

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA fór yfir stöðu mála á öldrunarheimilunum.

Bæjarráð - 3261. fundur - 17.02.2011

Bæjarstjóri upplýsti um stöðu mála varðandi fjárveitingar til Öldrunarheimila Akureyrar.
Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar að óska eftir skýrum svörum frá velferðarráðherra um endanlegar fjárveitingar til Öldrunarheimila Akureyrar fyrir næsta fund bæjarráðs 24. febrúar nk.

Bæjarráð - 3263. fundur - 24.02.2011

Á fundi sínum þann 17. febrúar sl. fól bæjarráð bæjarstjóra og framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar að óska eftir skýrum svörum frá velferðarráðherra um endanlegar fjárveitingar til Öldrunarheimila Akureyrar fyrir næsta fund bæjarráðs.

Ekki hefur borist svar frá velferðarráðherra.

Bæjarráð - 3264. fundur - 03.03.2011

Tekið fyrir að nýju, síðast á dagskrá bæjarráðs 24. febrúar sl. Á fundi sínum þann 17. febrúar sl. fól bæjarráð bæjarstjóra og framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar að óska eftir skýrum svörum frá velferðarráðherra um endanlegar fjárveitingar til Öldrunarheimila Akureyrar.
Lagt fram til kynningar svar velferðarráðuneytisins dags. 24. febrúar 2011. Þar kemur fram að velferðarráðuneytið samþykkir að fjölga um 3 hjúkrunarrými frá fyrri skerðingu og í viðbót að breyta 8 dvalarrýmum í 4 hjúkrunarrými á Öldrunarheimilum Akureyrar frá 1. mars 2011. Frá þeim tíma hafa Öldrunarheimili Akureyrar heimild fyrir 168 hjúkrunarrýmum og 20 dvalarrýmum.
Samkvæmt þessu þá fækkar hjúkrunarrýmum um 2 frá síðastliðnu ári og dvalarrýmum um 8.

Félagsmálaráð - 1119. fundur - 09.03.2011

Brit Bieltvelt framkvæmdastjóri ÖA og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sem sat fundinn undir þessum lið, kynntu stöðuna á Öldrunarheimilum.
Í fjárlögum ársins 2011 kom fram að hjúkrunarrýmum á ÖA yrði fækkað um sex frá 1. janúar 2011, til viðbótar við þriggja rýma fækkun á árinu 2010. Í kjölfar mótmæla bæjaryfirvalda hefur Velferðarráðuneytið ákveðið að draga hluta skerðingarinnar til baka. Samkvæmt tilkynningu ráðuneytis dags. 24. febrúar 2011 verður dregið úr skerðingu um þrjú hjúkrunarrými auk þess sem átta dvalarrýmum verður breytt í fjögur hjúkrunarrými frá 1. mars 2011. Frá þeim tíma hafa Öldrunarheimili Akureyrar heimild fyrir 168 hjúkrunarrýmum og 20 dvalarrýmum. Samkvæmt þessu fækkar hjúkrunarrýmum á ÖA um tvö frá síðastliðnum árum og dvalarrýmum um átta. Hjúkrunarrýmum á FSA hefur verið fækkað úr tólf í sjö eða um fimm rými frá ársbyrjun 2011. Ræddar voru ýmsar leiðir til að mæta þessum niðurskurði.
Helga Erlingsdóttir vék af fundi.

Félagsmálaráð telur óhjákvæmilegt að loka einni deild og í samráði við stjórnendur ÖA verður Lerkihlíð lokað. Framkvæmdastjóra og hjúkrunarforstjóra var falið að vinna áfram að málinu. Stefnt verður að því að starfsfólki verði ekki sagt upp störfum heldur fylgi íbúum í rými á öðrum deildum. Framkvæmdastjórum ÖA, búsetudeildar og HAK var falið að afla upplýsinga og vinna að tillögum til að mæta breytingum á þjónustu sem verða vegna niðurskurðar ríkisins.

Félagsmálaráð - 1120. fundur - 23.03.2011

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu mála á Öldrunarheimilum Akureyrar.
Sóley B. Stefánsdóttir V-lista vék af fundi kl. 17:00.