VMA - fækkun tíma í Íþróttahöll

Málsnúmer 2010110131

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 84. fundur - 08.12.2010

Erindi dags. 26. nóvember 2010 frá Hjalta Jóni Sveinssyni skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða fækkun á íþróttatímum skólans í Íþróttahöllinni á komandi ári vegna þeirrar hagræðingarkröfu sem til hans er gerð. Þá óskar skólameistari Verkmenntaskólans einnig eftir viðræðum við Akureyrarbæ um hugsanlega lækkun á húsaleigu skólans í Íþróttahöllinni.

Íþróttaráð felur framkvæmdastjóra að ræða við skólameistara Verkmenntaskólans í samræmi við umræður á fundinum.