Bæjarstjórn

3294. fundur 07. desember 2010 kl. 16:00 - 18:37 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Hlín Bolladóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Hermann Jón Tómasson
  • Ólafur Jónsson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Heiða Karlsdóttir ritari bæjarstjóra
Dagskrá

1.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 323. fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 17. nóvember 2010.
Fundargerðin er í 7 liðum. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 3., 4. og 6. lið. Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.

Bæjarstjórn staðfestir 3., 4. og 6. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 17. nóvember 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 324. fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 24. nóvember 2010. Fundargerðin er í 8 liðum. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 1., 3., 4. og 7. lið. Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.

Bæjarstjórn staðfestir 1., 3., 4. og 7. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 24. nóvember 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 325. fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 1. desember 2010.
Fundargerðin er í 8 liðum. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 3., 4., 5., 6., 7. og 8. lið. Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.

Bæjarstjórn staðfestir 3., 4., 5., 6., 7. og 8. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 1. desember 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Samþykkt um hundahald í Akureyrarkaupstað - endurskoðun - fyrri umræða

Málsnúmer 2010020078Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 19. nóvember 2010:
Tekin fyrir að nýju drög að nýrri samþykkt um hundahald.
Bæjarlögmaður, Inga Þöll Þórgnýsdóttir, sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir samþykktina með áorðnum breytingum og sendir hana til bæjarstjórnar til endanlegar afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa Samþykkt um hundahald í Akureyrarkaupstað til frekari yfirferðar í framkvæmdaráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

5.Naustahverfi 1. áfangi - grenndarkynning vegna deiliskipulagsbreytingar við Geislatún 2-10.

Málsnúmer 2010100127Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. nóvember 2010:
Erindi dags. 17. september 2010 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Ívars Baldurssonar og Sigríðar Gunnarsdóttur, Geislatúni 10, og Elínar A. Björnsdóttur og Árna Sveinbjörnssonar, Geislatúni 8, sækir um leyfi til að byggja sólskála við íbúðirnar að Geislatúni 8 og 10.
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var grenndarkynnt, í samræmi við bókun skipulagsnefndar 29. september 2010 (sjá BN100240), þann 22. október 2010 með athugasemdafresti til 19. nóvember 2010.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd óskaði eftir að bætt verði við ákvæði um að útlit viðbygginga verði samræmt þar sem gert er ráð fyrir að viðbyggingar verði byggðar í áföngum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Hesjuvellir - landskipti vegna lóðar umhverfis íbúðarhús

Málsnúmer 2010110086Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. nóvember 2010:
Umsókn um landskipti dags. 28. október 2010 þar sem Rósa María Stefánsdóttir og Hjalti Páll Þórarinsson eigendur og ábúendur jarðarinnar að Hesjuvöllum, landnr. 146937, óska eftir leyfi til að stofna lóð úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti dags. 9. nóvember 2010 gerðum af Búgarði ráðgjafarþjónustu. Uppdrátturinn er unninn á grunni myndar e574 frá Loftmyndum ehf. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Hesjuvöllum, landnr. 146937. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnr. 146937.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Vinnureglur um lóðarveitingar hjá Akureyrarbæ

Málsnúmer 2006010154Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. nóvember 2010:
Þann 19. maí 2009 samþykkti bæjarstjórn að undanþága yrði gerð frá samþykktum vinnureglum um framkvæmdafresti á veittum lóðum vegna ástands á byggingarmarkaði.
Samþykkt var að hægt yrði að framlengja framkvæmdafresti í allt að eitt ár bærist um það beiðni frá lóðarhöfum og gilti um þetta tímabundin undanþága í eitt ár. Sá gildistími er nú runninn út.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tímabundna undanþágan um framkvæmdafresti verði framlengd um eitt ár til viðbótar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Almennir byggingarskilmálar, bráðabirgðaákvæði

Málsnúmer 2009050070Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. nóvember 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu um breytingu á tímabundinni undanþágu á hluta greinar 5.0 í almennum byggingarskilmálum vegna ástands í þjóðfélaginu.
Núverandi hluti hljóðar svo:
Eigi síðar en 18 mánuðum eftir veitingu byggingarleyfis skal lóðarhafi hafa gert hús og bílgeymslu fokhelt og frágengið að utan, jafnað og grætt lóð og gengið frá lóðarmörkum.
Tillaga að breytingu á tímabundinni undanþágu hljóði svo:
Eigi síðar en 30 mánuðum eftir veitingu nýrra byggingarleyfa og eigi síðar en 60 mánuðum eftir veitingu áður útgefinna byggingarleyfa skal lóðarhafi hafa gert hús og bílgeymslu fokhelt og frágengið að utan, jafnað og grætt lóð og gengið frá lóðarmörkum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að undanþágan gildi í eitt ár.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Hlíðarendi

Málsnúmer 2010090056Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 3. desember 2010:
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 - Hlíðarendi var auglýst samhliða deiliskipulagi í Lögbirtingablaði, Dagskrá og Fréttablaði frá 20. október 2010 til 1. desember 2010. Tillögurnar voru einnig aðgengilegar í þjónustuanddyri Ráðhúss, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá:
Hörgársveit, dags. 25. október 2010, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dags. 20. október 2010 og Vegagerðinni, dags. 2. nóvember 2010. Umsagnir og svör við þeim er að finna í fundargerð skipulagsnefndar.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Auður Jónasdóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni og vísar í bókun sína frá 21. september 2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

10.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting á mörkum golfvallarins

Málsnúmer 2010080058Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 3. desember 2010:
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna golfvallar var auglýst þann 13. október til 24. nóvember 2010. Nýtt deiliskipulag fyrir golfvöllinn og deiliskipulagsbreytingar fyrir Naustahverfi 2. áfanga og Naustahverfi norðan Tjarnarhóls, voru auglýst samhliða. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni, Fréttablaðinu og Vikudegi.
Ein athugasemd barst og hefur henni verið svarað, sjá fundargerð skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

11.Undirhlíð - Miðholt - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2010090176Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 3. desember 2010:
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu á gildandi deiliskipulagi á reit milli Undirhlíðar og Miðholts var auglýst í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni þann 13. október 2010. Athugasemdafrestur var til 24. nóvember 2010. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

12.Álagning gjalda - útsvar 2011

Málsnúmer 2010110094Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 25. nóvember 2010.
Lögð fram tillaga að útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2011 í Akureyrarkaupstað.
Bæjarráð samþykkir að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 13,28%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

13.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2011

Málsnúmer 2010070048Vakta málsnúmer

10. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 2. desember 2010:
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2011 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2011 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

14.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 16., 18., 23., 25. og 27. nóvember og 2. desember 2010
Skipulagsnefnd 15. og 24. nóvember 2010
Framkvæmdaráð 19. nóvember 2010
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 19. nóvember 2010
Stjórn Akureyrarstofu 14. og 28. október, 11. nóvem

Fundi slitið - kl. 18:37.