Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2010-2011

Málsnúmer 2010090155

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3241. fundur - 07.10.2010

Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu dags. 27. september 2010 þar sem fram kemur auglýsing til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2010/2011. Umsóknarfrestur er til 15. október 2010.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta vegna Hríseyjar og Grímseyjar og kynna sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu sjónarmið Akureyrarbæjar þar að lútandi.

Bæjarráð - 3255. fundur - 06.01.2011

Lagt fram til kynningar bréf dags. 22. desember 2010 frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um úthlutaðan byggðakvóta fiskveiðiársins 2010/2011, 102 þorskígildistonn vegna Hríseyjar og 15 þorskígildistonn vegna Grímseyjar.
Í bréfinu er einnig vakin athygli á því að vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðalaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 18. janúar nk.