Garðyrkjufélag Íslands - gjöf til Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2010090130

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 218. fundur - 01.10.2010

Lagt fram erindi dags. 22. september 2010 frá Garðyrkjufélagi Íslands þar sem það óskar eftir að veita Akureyrarkaupstað vefjaræktað eintak af elsta innflutta garðatrénu á Íslandi sem enn lifir. Um er að ræða Silfurreyni (Sorbus intermedia). Óskað er eftir að Akureyrarkaupstaður veiti trénu viðtöku með viðeigandi hætti og gróðursetji á stað þar sem það gæti notið sín og minnt á sögu ræktunarmenningar í landinu.

Framkvæmdaráð þakkar gjöfina og samþykkir að velja trénu stað í garði gömlu gróðrarstöðvarinnar við Krókeyri.

Bæjarráð - 3241. fundur - 07.10.2010

Lagt fram til kynningar erindi dags. 22. september 2010 frá Garðyrkjufélagi Íslands, félagið vill í tilefni af 125 ára afmæli þess færa Akureyrarbæ að gjöf vefjaræktað eintak af elsta innflutta garðatrénu á Íslandi. Tré þetta var gróðursett árið 1884.