Framkvæmdaráð

218. fundur 01. október 2010 kl. 10:25 - 12:05 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Sigríður María Hammer varaformaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Ólafur Jónsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Grassláttur 2010-2012 - samningur

Málsnúmer 2010060022Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Jóni Birgi Gunnlaugssyni forstöðumanni umhverfismála varðandi grasslátt í Akureyrarkaupstað, sem framkvæmdaráð óskaði eftir á síðasta fundi þann 17. september 2010.

Framkvæmdaráð frestar málinu til næsta fundar.

Ólafur Jónsson vék af fundi kl. 10:50.

2.Garðyrkjufélag Íslands - gjöf til Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2010090130Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 22. september 2010 frá Garðyrkjufélagi Íslands þar sem það óskar eftir að veita Akureyrarkaupstað vefjaræktað eintak af elsta innflutta garðatrénu á Íslandi sem enn lifir. Um er að ræða Silfurreyni (Sorbus intermedia). Óskað er eftir að Akureyrarkaupstaður veiti trénu viðtöku með viðeigandi hætti og gróðursetji á stað þar sem það gæti notið sín og minnt á sögu ræktunarmenningar í landinu.

Framkvæmdaráð þakkar gjöfina og samþykkir að velja trénu stað í garði gömlu gróðrarstöðvarinnar við Krókeyri.

3.Malarnáman í Glerá - upplýsingar vegna kaupa á efni

Málsnúmer 2010080102Vakta málsnúmer

Farið yfir athugasemdir frá Samtökum iðnaðarins og kæru Úrskurðarnefndar um upplýsingamál.
Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar gerði grein fyrir málinu.

Framkvæmdaráð þakkar fyrir upplýsingarnar.

Helgi Snæbjarnarson vék af fundi kl. 11:05.

4.Snjómokstur og hálkuvarnir 2010-2012 - útboð

Málsnúmer 2010090064Vakta málsnúmer

Opnun útboðs hefur verið frestað um 14 daga vegna athugasemda bjóðenda. Taka þarf ákvörðun um framvindu málsins.

Framkvæmdaráð tekur undir og samþykkir þær breytingar sem fram koma í minnisblaði frá verkfræðistofunni Mannviti dags. 29. september 2010.

5.Fjárhagsáætlun 2011 - framkvæmdaráð

Málsnúmer 2010090168Vakta málsnúmer

Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

Framkvæmdaráð þakkar yfirferðina.

Fundi slitið - kl. 12:05.