Stjórnsýslunefnd - starfsáætlun 2010-2014

Málsnúmer 2010090004

Vakta málsnúmer

Stjórnsýslunefnd - 6. fundur - 29.09.2010

Framkvæmdastjórar stoðþjónustudeilda, Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss, Dan J. Brynjarsson fjármálastjóri, Halla M. Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri, komu á fundinn til viðræðna um starfs- og fjárhagsáætlanir deildanna. Þeir gerðu nefndinni grein fyrir helstu verkefnum sem framundan eru í þessum deildum.

Stjórnsýslunefnd - 7. fundur - 20.10.2010

Framkvæmdastjórar stoðþjónustudeilda, Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss, Dan J. Brynjarsson fjármálastjóri, Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri, komu á fundinn og gerðu nefndinni grein fyrir fjárhagsáætlunum fyrir málaflokk 121, meðferð sveitarstjórnarmála og stoðdeildir, fyrir árið 2011.
Formaður stjórnsýslunefndar lagði fram til kynningar drög að starfsáætlun meirihlutans í bæjarstjórn á sviði stjórnsýslu og stoðþjónustu.

Stjórnsýslunefnd samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun til bæjarráðs. Afgreiðslu starfsáætlunar stjórnsýslunefndar frestað.

Stjórnsýslunefnd - 1. fundur - 09.02.2011

Formaður kynnti tillögu meirihlutans í bæjarstjórn um stefnu bæjarstjórnar til ársins 2014 varðandi stjórnsýslu Akureyrarkaupstaðar og hvatti fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn til að gera tillögur um stefnumál og verkefni fyrir stjórnsýsluna.

Stjórnsýslunefnd óskar eftir að framkvæmdastjórar stoðþjónustudeilda geri tillögur um starfsáætlun byggða á framlagðri stefnu meirihlutans í bæjarstjórn og tillögum minnihlutans.

Stjórnsýslunefnd - 2. fundur - 02.03.2011

Stjórnsýslunefnd vann að gerð starfsáætlunar fyrir sig og stoðþjónustudeildir fyrir kjörtímabilið 2010-2014.
Á fundinn komu framkvæmdastjórar stoðþjónustudeildanna, Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri.
Andrea Hjálmsdóttir V-lista vék af fundi kl. 09:15.
Ólafur Jónsson D-lista vék af fundi kl. 09:45.

Stjórnsýslunefnd - 3. fundur - 16.03.2011

Haldið var áfram vinnu við starfsáætlun stoðþjónustudeilda og stjórnsýslunefndar. Fyrir fundinum lágu drög að starfsáætlun ásamt skýringum og drögum að árangursmælikvörðum. Til viðræðna um starfsáætlunina komu Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri.

Stjórnsýslunefnd samþykkir starfsáætlunina og vísar henni til bæjarstjórnar.