Stjórnsýslunefnd

1. fundur 09. febrúar 2011 kl. 08:10 - 09:30 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson formaður
  • Hlín Bolladóttir
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólafur Jónsson
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
  • Gunnar Frímannsson fundarritari
Dagskrá

1.Kosningar um afmörkuð mál

Málsnúmer 2005060044Vakta málsnúmer

Fram haldið vinnu við reglur um kosningar um afmörkuð mál. Málið var síðast á dagskrá 15. desember 2010.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Fram kom hjá bæjarlögmanni að nú liggja fyrir drög að frumvarpi til laga um kosningar um afmörkuð mál.

Stjórnsýslunefnd samþykkir af þeim sökum að fresta afgreiðslu þessa máls en setja það á starfsáætlun nefndarinnar fyrir kjörtímabilið.

2.Stjórnsýslunefnd - starfsáætlun 2010-2014

Málsnúmer 2010090004Vakta málsnúmer

Formaður kynnti tillögu meirihlutans í bæjarstjórn um stefnu bæjarstjórnar til ársins 2014 varðandi stjórnsýslu Akureyrarkaupstaðar og hvatti fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn til að gera tillögur um stefnumál og verkefni fyrir stjórnsýsluna.

Stjórnsýslunefnd óskar eftir að framkvæmdastjórar stoðþjónustudeilda geri tillögur um starfsáætlun byggða á framlagðri stefnu meirihlutans í bæjarstjórn og tillögum minnihlutans.

3.Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir

Málsnúmer 2007020100Vakta málsnúmer

Eftirtaldar fundargerðir voru lagðar fram til kynningar:
Fundargerð hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 7. desember 2010.
Fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dags. 20. desember 2010.

Fundi slitið - kl. 09:30.