Sumarlokun í leikskólum 2011

Málsnúmer 2010080072

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 15. fundur - 23.08.2010

Farið var yfir athugasemdir sem bárust á þessu ári vegna þeirrar ákvörðunar að loka leikskólunum í sumar í fjórar vikur í stað tveggja áður. M.a. var farið yfir niðurstöður könnunar meðal foreldra frá því í janúar 2009. Umræður voru um fyrirkomulag sumarleyfa í leikskólum sumarið 2011.

Skólanefnd samþykkir að fela skóladeild að leggja könnun um sumarlokun leikskóla fyrir foreldra og starfsmenn til að kanna viðhorf til mismunandi leiða sem ræddar voru á fundinum.

Tryggvi Þór Gunnarsson yfirgaf fundinn kl. 15.50.

Skólanefnd - 24. fundur - 18.10.2010

Fyrir fundinn var lagt erindi frá framkvæmdastjóra Öldrunarstofnana Akureyrarbæjar dags. 28. september 2010 þar sem óskað er eftir því að skipulag á sumarlokunum leikskóla Akureyrarbæjar verði endurskoðað með tilliti til þess að lokunin dreifist yfir lengri tíma sumarsins svo starfsmenn annarra stofnana Akureyrarbæjar s.s. öldrunarstofnana hafi meiri sveigjanleika varðandi tímasetningu sumarleyfa.
Fyrir fundinn var lögð tillaga að sumarlokun leikskóla Akureyrarbæjar fyrir árin 2011-2013. Þar er lagt til að sumarlokanir leikskólanna dreifist á þrjú tímabil. Sumarið 2011 verði fyrsta tímabilið 20. júní - 15. júlí, annað tímabilið 4. júlí - 29. júlí og þriðja tímabilið 18. júlí - 15. ágúst.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að sumarlokun leikskólanna.