Skólabyrjun 2010

Málsnúmer 2010080027

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 14. fundur - 16.08.2010

Helstu þættir sem snúa að skólabyrjun haustið 2010.

Umfjöllun frestað til næsta fundar.

Skólanefnd - 15. fundur - 23.08.2010

Barnafjöldi í leikskólum Akureyrar stefnir í að verða 1085 börn, sem er fjölgun um 21 barn frá árinu áður. Möguleiki er á að bæta við nokkrum eldri börnum þar sem nauðsynlegt er að geta brugðist við ef fjölgun verður í bæjarfélaginu á haustmánuðum.
Alls voru 255 börn í árgangi 2004 sem hættu í leikskóla, sumar eða haust 2010.
Búið er að bjóða foreldrum allra barna sem fædd eru 2008 og fyrr að innrita börn sín í leikskóla og hafa langflestir þegið það boð. Út af standa 5 umsóknir, þar sem foreldrar þeirra barna óska eftir að bíða með innritun þar sem ekki var hægt að bjóða þeim þá skóla sem þeir óskuðu eftir sérstaklega.
Fjölgað var um 4,5 stöðugildi á haustdögum til að bregðast við aukinni eftirspurn í leikskólana. Þannig var hægt að innrita rúmlega 50% barna sem fædd eru á fyrstu mánuðum ársins 2009.
Árið 2009 voru 88,5% starfsmanna í leikskólum með fagmenntun. Þar af voru 78,5% með leikskólakennaramenntun. Árið 2010 stefnir í að fagmenntun starfsmanna nái 90%.
Upplýsingarnar lagðar fram til kynningar.

Skólanefnd - 16. fundur - 30.08.2010

Mánudaginn 23. ágúst sl. hófu 2.596 nemendur vetrarstarfið í grunnskólum Akureyrarbæjar og fjölgar nemendum um 10 á milli skólaára. Þar af eru 257 nemendur í 1. bekk að stíga sín fyrstu skref í grunnskóla. Lundarskóli verður fjölmennastur með 487 nemendur og fæstir verða nemendurnir í Grímseyjarskóla eða 12.
Mjög vel gekk að manna grunnskólana á Akureyri eins og undanfarin ár. Hlutfall fagmenntaðra er rétt um 100%. Mikill stöðugleiki hefur einkennt starfsmannahaldið undanfarin ár, sem er mikill styrkur fyrir allt faglegt starf, því grundvöllur þess byggist á hæfu og metnaðarfullu starfsfólki. Í grunnskólunum eru nú 281 stöðugildi við stjórnun, kennslu og ráðgjöf og 97 stöðugildi við önnur störf s.s. umsjónarmenn húsa, skólaliðar, stuðningsfulltrúar og ritarar. Ríflega 400 starfsmenn sitja í þessum 378 stöðugildum. Stöðugildafjöldi starfsmanna er óbreyttur á milli skólaára. Af þessu má leiða að skólahald verður með svipuðu sniði þetta skólaár og verið hefur. Meðaltal nemenda í námshópi er það sama og undanfarin ár eða um 20 nemendur. Þetta á einnig við þegar skoðaður er fjöldi nemenda pr. stöðugildi kennara sem er í raun betri mælikvarði, því algengt er að fleiri en einn kennari komi samtímis að kennslu hvers námshóps. Fjöldi nemenda pr. stöðugildi kennara var ríflega 10 á sl. skólaári og verður eins á þessu.
Lagt fram til kynningar.