Félagsstofnun stúdenta - leiga á íbúðum

Málsnúmer 2010060122

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3229. fundur - 01.07.2010

Lagt fram minnisblað dags. 29. júní 2010 frá Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra varðandi hugsanlega leigu á íbúðum af Félagsstofnun stúdenta við Háskólann á Akureyri til að stytta biðtíma eftir leiguíbúðum hjá Akureyrarbæ.

Bæjarráð felur fjármálastjóra og bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

Bæjarráð - 3233. fundur - 29.07.2010

Lögð fram til tillaga um leigu á 10-12 íbúðum hjá Félagsstofnun stúdenta á Akureyri. Einnig lagt fram minnisblað dags. 27. júlí 2010 frá Jóni Heiðari Daðasyni húsnæðisfulltrúa.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að taka á leigu 10-12 íbúðir hjá Félagsstofnun stúdenta til endurleigu til fólks á biðlista eftir leiguhúsnæði hjá Akureyrarbæ. Leigutími yrði allt að 5 ár.

Félagsmálaráð - 1164. fundur - 15.05.2013

Akureyrarbær leigir nokkrar íbúðir af Félagsstofnun stúdenta á Akureyri (FÉSTA) og endurleigir til fólks sem þarf félagslegt húsnæði. Í nokkrum þeirra er veitt allt að sólarhringsþjónusta til íbúa sem þar búa. Samningurinn við FÉSTA rennur út 1. janúar 2016 og er mikilvægt að tímanlega liggi fyrir hvort um áframhaldandi leigu verði að ræða eða hvort finna þurfi viðkomandi einstaklingum nýtt húsnæði.

Félagsmálaráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins fram í ágúst nk.

Félagsmálaráð - 1174. fundur - 13.11.2013

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti hugmyndir um áframhaldandi leigu á íbúðum Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri. Akureyrarbær leigir nú nokkrar íbúðir af Félagsstofnun stúdenta á Akureyri (FÉSTA) og endurleigir til fólks sem þarf félagslegt húsnæði. Í nokkrum þeirra er veitt allt að sólarhringsþjónusta til íbúa sem þar búa. Samningurinn við FÉSTA rennur út 1. janúar 2016 og er mikilvægt að tímanlega liggi fyrir hvort um áframhaldandi leigu verði að ræða eða hvort finna þurfi viðkomandi einstaklingum nýtt húsnæði.

Félagsmálaráð óskar eftir að húsnæðisdeild leiti eftir samningum við stjórn FÉSTA um framlengingu á leigusamningum, vegna íbúða 101, 102, 103, 104, 105, 303 og 305, frá 1. janúar 2016 - 31. desember 2020.