Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2010

Málsnúmer 2010060060

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3268. fundur - 31.03.2011

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2010.
Hólmgrímur Bjarnason og Aðalsteinn Sigurðsson endurskoðendur frá Deloitte mættu á fundinn og skýrðu ársreikninginn.
Einnig sátu fundinn undir þessum lið bæjarfulltrúarnir Hlín Bolladóttir, Inda Björk Gunnarsdóttir og Tryggvi Þór Gunnarsson.

Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2010 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3301. fundur - 05.04.2011

2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 31. mars 2011:
Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2010.
Hólmgrímur Bjarnason og Aðalsteinn Sigurðsson endurskoðendur frá Deloitte mættu á fundinn og skýrðu ársreikninginn.
Einnig sátu fundinn undir þessum lið bæjarfulltrúarnir Hlín Bolladóttir, Inda Björk Gunnarsdóttir og Tryggvi Þór Gunnarsson.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2010 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3269. fundur - 07.04.2011

8. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 5. apríl 2011:
Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2010 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3302. fundur - 19.04.2011

5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 7. apríl 2011:
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2010 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn fagnar niðurstöðu ársreiknings Akureyrarbæjar og þakkar starfsfólki bæjarins gott samstarf um framkvæmd fjárhagsáætlunar á árinu 2010. Það reyndi verulega á alla starfsemi bæjarins á árinu. Starfsfólk bæjarins brást við af mikilli ábyrgð og lagðist á eitt til þess að tryggja að dregið yrði úr kostnaði eins og mögulegt var.

Fyrir það ber að þakka.

Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2010 var borinn upp í heild sinni og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

Ársreikningurinn var síðan undirritaður.