Bæjarstjórn

3302. fundur 19. apríl 2011 kl. 16:00 - 17:38 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
 • Inda Björk Gunnarsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Sigmar Arnarsson
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Edward Hákon Huijbens
 • Hermann Jón Tómasson
 • Ólafur Jónsson
 • Sigurður Guðmundsson
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018. Dreifistöð raforku við Síðubraut

Málsnúmer 2011040041Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. apríl 2011:
Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Breytingin felst í afmörkun fyrir iðnaðarsvæði við gatnamót Hlíðarfjallsvegar og Síðubrautar þannig að hægt verði að reisa dreifistöð raforku við Síðubraut. Stöðin mun aðallega þjóna svæði við Rangárvelli og aksturs- og skotsvæði. Einnig er gerð breyting á afmörkun þéttbýlismarka á aðalskipulags- og sveitarfélagsuppdráttum vegna þessarar breytingar. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni, dags. 8. apríl 2011.
Breyting þessi felur ekki í sér stefnu um leyfisveitingar til framkvæmda, sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, og er hún því ekki háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Breytingin er óveruleg og hefur hvorki áhrif á ósnortna náttúru, jarðmyndanir og vistkerfi, sem njóta sérstakrar verndar, verndarsvæði né skráðar fornminjar. Breytingin hefur ekki í för með sér neikvæð áhrif á nágranna eða landnotkun og nýtingu aðliggjandi svæða.
Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Síðubraut - deiliskipulag á reit 1.43.8 I, lóð fyrir dreifistöð Norðurorku

Málsnúmer 2011040053Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. apríl 2011:
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi við Síðubraut, reit 1.43.8 I í aðalskipulagi Akureyrar 2008-2018, vegna lóðar fyrir dreifistöð Norðurorku. Svæðið afmarkast af Hlíðarfjallsvegi í suðri, landamerkjum Hlíðarenda í vestri og deiliskipulagsmörkum hesthúsahverfis í Hlíðarholti að norðan og austan. Tillagan er unnin af Arkitektur og ráðgjöf ehf, dags. 7. apríl 2011.
Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir iðnaðarsvæði undir lóð dreifistöðarinnar auk reiðleiðar, gatna og lagna á svæðinu. Meginforsendur deiliskipulagsins liggja því fyrir í Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og telur skipulagsnefnd á þeim forsendum ekki þörf á sérstakri skipulagslýsingu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2010 - síðari umræða

Málsnúmer 2010060060Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 7. apríl 2011:
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2010 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn fagnar niðurstöðu ársreiknings Akureyrarbæjar og þakkar starfsfólki bæjarins gott samstarf um framkvæmd fjárhagsáætlunar á árinu 2010. Það reyndi verulega á alla starfsemi bæjarins á árinu. Starfsfólk bæjarins brást við af mikilli ábyrgð og lagðist á eitt til þess að tryggja að dregið yrði úr kostnaði eins og mögulegt var.

Fyrir það ber að þakka.

Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2010 var borinn upp í heild sinni og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

Ársreikningurinn var síðan undirritaður.

4.Stefnuumræða í bæjarstjórn 2011 - skólanefnd

Málsnúmer 2011030070Vakta málsnúmer

Í samræmi við 21. grein í Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar og samþykkt bæjarstjórnar frá 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Sigurveig Sumarrós Bergsteinsdóttir formaður skólanefndar og gerði grein fyrir starfsáætlun nefndarinnar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

5.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 7. og 14. apríl 2011
Skipulagsnefnd 13. apríl 2011
Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 6. og 13. apríl 2011
Stjórn Akureyrarstofu 31. mars og 13. apríl 2011
Skólanefnd 29. mars, 4. og 5. apríl 2011
Íþróttaráð 24. mars og 14. apríl 2011
Félagsmálaráð 13. apríl 2011
Samfélags- og mannréttindaráð 6. apríl 2011
Umhverfisnefnd 12. apríl 2011

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is / Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 17:38.