Leiguíbúðir Akureyrarbæjar 2010

Málsnúmer 2010010095

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3234. fundur - 12.08.2010

Lagt fram til kynningar minnisblað dags. 3. ágúst 2010 frá Jóni Heiðari Daðasyni húsnæðisfulltrúa um stöðu biðlista eftir leiguhúsnæði hjá Akureyrarbæ.

Félagsmálaráð - 1107. fundur - 08.09.2010

Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi kynnti stöðu biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum 31. júlí 2010. Þá biðu 107 eftir íbúð en voru 100 á sama tíma árið 2009. Biðtími eftir tveggja herbergja íbúðum er nú um það bil tvö ár. Til stendur að taka nokkrar íbúðir á leigu frá Félagsstofnun stúdenta og auk þess má búast við að listi styttist nokkuð í kjölfar endurnýjunar umsókna í haust og því má vænta nokkurra breytinga á biðlistanum á næstunni.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna og óskar eftir að fá upplýsingar um stöðuna að nýju í október nk.

Félagsmálaráð - 1112. fundur - 10.11.2010

Jón Heiðar Daðason starfsmaður húsnæðisdeildar kynnti stöðu biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum. Umsóknir á þessu ári eru orðnar 156 talsins sem er 20 til 30 umsóknum fleiri en hafa verið á ári undanfarin ár. Úthlutað hefur verið 84 sinnum sem einnig er aukning frá fyrri árum. Á biðlista nú eru 104, þar af eru 12 sem óska eftir flutningi. Alls bíða 58 eftir tveggja herbergja íbúð, þar af eru 40 umsækjendur taldir þurfa sértæk úrræði.

Bæjarráð - 3258. fundur - 27.01.2011

Lagt fram til kynningar minnisblað dags. 20. janúar 2011 frá Jóni Heiðari Daðasyni húsnæðisfulltrúa um stöðu biðlista eftir leiguhúsnæði hjá Akureyrarbæ 31. desember 2010.