Hálkuvarnir - ábendingar 2010

Málsnúmer 2010010053

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 224. fundur - 17.12.2010

Lagður fram 3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltúa dags. 2. desember sl. sem bæjarráð vísaði á fundi sínum 9. desember sl. til framkvæmdaráðs.
Viðkomandi kvartaði undan vinnubrögðum við sanddreifingu á gangstéttum á syðri-Brekku og í Innbæ. Eru vinnubrögð með eindæmum slæm, þannig að betra sé að sleppa sandburði heldur en að gera það eins illa eins og raunin er. Illa er sandað og það skapar slysahættu.

Framkvæmdráð þakkar ábendinguna.