Kjarasamninganefnd

5. fundur 14. nóvember 2019 kl. 13:00 - 14:15 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Þórunn Sif Harðardóttir D-lista mætti ekki.

1.Næturvaktir hjúkrunafræðinga ÖA

Málsnúmer 2019090569Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá 30. september 2019.

Umfjöllun um þróunarverkefni um næturvaktir á Öldrunarheimilum Akureyrar.
Með vísan í grein 2.5.7 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur kjarasamninganefnd til við bæjarráð að tillaga um fyrirkomulag bakvakta hjá Öldrunarheimilum Akureyrar verði samþykkt. Lagt er til að heimildin verði tímabundin til loka árs 2022 en fyrir þann tíma verði reynslan af fyrirkomulaginu metin og tekin afstaða til tímabundinnar framlengingar.

2.Tímabundin viðbótarlaun vegna markaðsaðstæðna

Málsnúmer 2016040009Vakta málsnúmer

Umfjöllun um framkvæmd ákvæða kjarasamninga aðildarfélaga BHM um tímabundin viðbótarlaun vegna markaðsaðstæðna.

3.Stjórnendaálag forstöðumanna

Málsnúmer 2017010057Vakta málsnúmer

Unnið að endurskoðun á reglum um stjórnendaálag forstöðumanna hjá Akureyrarbæ.

4.Stjórnendaálag deildarstjóra

Málsnúmer 2017010004Vakta málsnúmer

Unnið að endurskoðun á reglum um stjórnendaálag deildarstjóra hjá Akureyrarbæ.

Fundi slitið - kl. 14:15.