Framkvæmdaráð

297. fundur 05. desember 2014 kl. 09:30 - 09:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Hjólaskófla - útboð

Málsnúmer 2014110060Vakta málsnúmer

Kynntar niðurstöður útboðs á kaupum á hjólaskóflu fyrir Framkvæmdamiðstöð.

Framkvæmdaráð frestar ákvörðun um kaup til næsta fundar.

2.Golfklúbbur Akureyrar - uppbygging á göngustíg - tilboð

Málsnúmer 2014030023Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboð í göngustíg um golfvöll að Kjarnagötu.
Fjögur tilboð bárust.

Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda frá Finni ehf, kr. 14.668.080 (93.1%). Kostnaðaráætlun var kr. 15.750.000.

Fundi slitið - kl. 09:55.