Golfklúbbur Akureyrar - uppbygging á göngustíg

Málsnúmer 2014030023

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 283. fundur - 14.03.2014

Erindi frá Golfklúbbi Akureyrar dags. 24. febrúar 2014 þar sem óskað er eftir að göngustígur á golfvellinum verði settur inn á framkvæmdaáætlun.

Framkvæmdaráð felur bæjartæknifræðingi að ræða við bréfritara.

Framkvæmdaráð - 284. fundur - 04.04.2014

Erindi frá Golfklúbbi Akureyrar, dags. 26. febrúar sl., sem frestað var á síðasta fundi framkvæmdaráðs um kostnað vegna stígagerðar á golfvallarsvæði GA.

Framkvæmdaráð samþykkir að endurskoða framkvæmdaáætlun þar sem gerð verði tillaga um 820 metra malarstíg á golfvelli GA, kostnaður áætlaður um 7,8 mkr. og leggja fyrir næsta fund.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista vék af fundi kl. 10:05.

Framkvæmdaráð - 297. fundur - 05.12.2014

Lögð fram tilboð í göngustíg um golfvöll að Kjarnagötu.
Fjögur tilboð bárust.

Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda frá Finni ehf, kr. 14.668.080 (93.1%). Kostnaðaráætlun var kr. 15.750.000.