Framkvæmdaráð

220. fundur 29. október 2010 kl. 10:40 - 12:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson
  • Tómas Björn Hauksson fundarritari
Dagskrá

1.Slökkvilið Akureyrar - skipulagsbreytingar

Málsnúmer 2010090170Vakta málsnúmer

Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir áður kynntum skipulagsbreytingum.

Framkvæmdaráð samþykkir skipulagsbreytingarnar.

Oddur Helgi Halldórsson vék af fundi kl. 10:56 og Sigríður María Hammer tók við fundarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun 2011 - framkvæmdaráð

Málsnúmer 2010090168Vakta málsnúmer

Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

Framkvæmdaráð samþykkir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir aðalsjóð fyrir árið 2011 eins og hún er lögð fram af framkvæmdadeild. Þó með þeim breytingum að ákveðið er að leggja niður almenningssalerni og hækkun fjármagns til bruna- og almannavarna um rúmlega 20.800 þús. frá samþykktum ramma bæjarráðs frá 2. september sl.

Framkvæmdaráð vísar fjárhagsáætlun aðalsjóðs með framkomnum breytingum til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 12:45.